Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com Bloggið hans Villa

Bloggið hans Villa það er gaman að þessu...sunnudagur, september 26, 2004 :::
 

Hæ hó.. Sunnudagur til sælu í dag ! og tími fyrir bloggskrif

Margt hefur gerst síðastliðna viku ekki bara hér í Osló heldur líka fréttir sem maður heyrir frá íslandi.

Kennararnir í verkfalli og samninganefnd sveitarfélagana bjóða enn og aftur lélega samansoðna súpu handa okkur kennurum þar sem enginn skilningur er á mikilvægi þessar starfs og líka plús það hversu vinnuskyldan er orðin mun meiri, í raun má bara segja að þeir séu að bjóða upp á sömu samningana síðan í vor en með breyttri dagsetningu.. þetta er til skammar fyrir sveitarfélögin. og ég segi ÁFRAM KENNARAR

En að skemmtilegum fréttum er það helst að frétta að frænku minni litlu heilsast vel og stækkar og breytist með hverjum deginum og fóru þær mæðgur heim af spítalanum á mánudaginn sl.

á fimmtudaginn fór ég á Fílharmoníuna og þeir spiluðu ma. Alpasinfóníuna eftir Strauss sem er náttúrlega BARA snilld. hún hefur aðeins verið flutt einu sinni á íslandi með sinfó eftir því sem ég best veit.

núna í gær fengum við svo Aðalstjórnanda fílharmoníunnar Andre Previn til þess að koma í skólann og stjórna skólahljómsveitinni. Við æfðum Sinfóníu nr. 8 eftir Dvorak, og var það mjög áhugavert að spila fyrir kallin og fylgjast með honum. Hann er frekar gamall og talar mjög lágt, en hann er með rosa tækni enda búinn að vera lengi að. hahah ;)

Njótið helgarinnar!
::: posted by Villi at 11:06 f.h.


|

Bloggarar!
 • Anna Frænka
 • Bjarkey Systir
 • Dröbbster
 • Danni Bjarna
 • Einar Máni
 • Elfa
 • Ella Magga
 • Freysi Kani
 • Helga litla
 • Jón Ingvar
 • Kata Litla
 • Kristjan Kontri
 • Líney
 • Tinna Tékki
 • Tóta Odds
 • Víkingur
 • Heimasíður!
 • Skolinn minn
 • Isafold Kammersveit
 • Sinfo
 • Kvikmynd.is
 • fréttir og fleira
 • Mogginn klikkar aldrei!
 • Leit.is
 • norska leitarvélin
 • sms skilaboð
 • Skemmtilegt
 • Lára Ruth Clausen
  _______________
  _______________

  það er gaman að þessu...