Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com Bloggið hans Villa

Bloggið hans Villa það er gaman að þessu...fimmtudagur, september 02, 2004 :::
 
þetta commentkerfi er eithvað að klikka þessa dagana... ég vona að það komist í lag..::: posted by Villi at 12:20 e.h.


|
miðvikudagur, september 01, 2004 :::
 

Halló ´skralló.. Jæja þá er maður kominn aftur út til Noregs og vika næstum liðin af skólanum. Það hefur gengið á ýmsu síðan ég kom út og fyrst ber að telja þá ánægju og yndisauka að hafa fengið pöddur í íbúðina nánar tiltekið Kakkalakka.. alveg yndislegt að hafa vaknað upp við að þeir séu á eldhúsborðinu eða í skápunum.. en nú er sem betur fer er meindýraeyðir búinn að eyða þessum kvikindum sem best eiga bara heima í einhverjum dýralífsþáttum eða í "útlöndum,, hahahah. En það var nú meira andsk... brasið við að taka til í íbúðinni fyrir hreinsuninna. Við fengum aðra íbúð í millitíðinni til að færa dót yfir og til að geta borðað og farið í sturtu án þess að pöddurnar væru með okkur.. hahahh ( nú ýminda margir sig hið versta.. ;) ) en við lifðum þetta af með stæl og núna drepast þær hratt og örugglega.. múhahahaha

Skólinn er byrjaður á fullu . Stundartaflan er mjög góð og það lítur út fyrir mjög góðan vetur.. fullt af masterclössum og t.d. er einn Rúsneskur Gestakennari að koma eftir 3 vikur og ætla ég að spila fyrir hann og fá tíma. á morgun er ég að fara að spila 4 sinfóníu Bruckners í hóptíma.. og ég hlakka til því það er geggjað stykki og ég hef aldrei spilað sinfóníu eftir hann..

Annað skemmtilegt.. er að ég er byrjaður að stjórna skólahljómsveitinni minni og við erum á leið til Stokkhólms um helgina í smá tónleikaferðalag. gaman að því þar sem ég hef ALDREI komið til Stokkhólms.

jæja læt þetta nægja í bili.. heyrumst
::: posted by Villi at 10:03 e.h.


|

Bloggarar!
 • Anna Frænka
 • Bjarkey Systir
 • Dröbbster
 • Danni Bjarna
 • Einar Máni
 • Elfa
 • Ella Magga
 • Freysi Kani
 • Helga litla
 • Jón Ingvar
 • Kata Litla
 • Kristjan Kontri
 • Líney
 • Tinna Tékki
 • Tóta Odds
 • Víkingur
 • Heimasíður!
 • Skolinn minn
 • Isafold Kammersveit
 • Sinfo
 • Kvikmynd.is
 • fréttir og fleira
 • Mogginn klikkar aldrei!
 • Leit.is
 • norska leitarvélin
 • sms skilaboð
 • Skemmtilegt
 • Lára Ruth Clausen
  _______________
  _______________

  það er gaman að þessu...