Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com Bloggið hans Villa

Bloggið hans Villa það er gaman að þessu...fimmtudagur, október 07, 2004 :::
 
Ég er kominn með nýja bloggsíðu.. þar sem blogspot hefur verið að stríða mér undanfarnar vikur.. en vefslóðin er http://blog.central.is/villitrompet :) sjáumst þar


::: posted by Villi at 6:34 e.h.


|  


í fréttum er þetta helst..
Síðustu helgi var brúðkaup þeirra Bibbu og Hávarðar.. og tókst það með eindæmum vel og óska þeim og fjölskyldu þeirra innilega til hamingju með það. Gaman var að hitta ættingjana sem komu frá íslandi og ég hlakka til að sjá ykkur aftur á íslandi. ;)
Aðrar fréttir eru þær að við Oddný ætlum að skreppa til Parísar eftir 3 vikur í smá helgarfrí og þar sem ég ætla að versla mér hljóðfæri í leiðinni.
í dag fékk ég svo geisladisk sendan frá Bjarkey og Gumma með myndum af litlu frænku.. Alveg frábærar myndir, ekkert smá gaman að sjá góðar myndir af litlu.. Takk takk ;)
Svo er ég kominn með nýja bloggsíðu sem mun sennilegast leysa af þessa síðu í framtíðinni. og nýja vefslóðin er http://blog.central.is/villitrompet
Hafið það svo gott um helgina :)
::: posted by Villi at 4:51 e.h.


|
sunnudagur, september 26, 2004 :::
 

Hæ hó.. Sunnudagur til sælu í dag ! og tími fyrir bloggskrif

Margt hefur gerst síðastliðna viku ekki bara hér í Osló heldur líka fréttir sem maður heyrir frá íslandi.

Kennararnir í verkfalli og samninganefnd sveitarfélagana bjóða enn og aftur lélega samansoðna súpu handa okkur kennurum þar sem enginn skilningur er á mikilvægi þessar starfs og líka plús það hversu vinnuskyldan er orðin mun meiri, í raun má bara segja að þeir séu að bjóða upp á sömu samningana síðan í vor en með breyttri dagsetningu.. þetta er til skammar fyrir sveitarfélögin. og ég segi ÁFRAM KENNARAR

En að skemmtilegum fréttum er það helst að frétta að frænku minni litlu heilsast vel og stækkar og breytist með hverjum deginum og fóru þær mæðgur heim af spítalanum á mánudaginn sl.

á fimmtudaginn fór ég á Fílharmoníuna og þeir spiluðu ma. Alpasinfóníuna eftir Strauss sem er náttúrlega BARA snilld. hún hefur aðeins verið flutt einu sinni á íslandi með sinfó eftir því sem ég best veit.

núna í gær fengum við svo Aðalstjórnanda fílharmoníunnar Andre Previn til þess að koma í skólann og stjórna skólahljómsveitinni. Við æfðum Sinfóníu nr. 8 eftir Dvorak, og var það mjög áhugavert að spila fyrir kallin og fylgjast með honum. Hann er frekar gamall og talar mjög lágt, en hann er með rosa tækni enda búinn að vera lengi að. hahah ;)

Njótið helgarinnar!
::: posted by Villi at 11:06 f.h.


|
föstudagur, september 17, 2004 :::
 
Upp er runninn stóra stundin!!!

ÉG er orðinn FRÆNDI !!!!

Systir mín eignaðist litla stelpu i gærkvöldi !!! rúmlega 12 merkur og 2910 gr.
ÞETTA GETUR EKKI VERIÐ FULLKOMNARA :) :) :) :) :) :) :)

Til hamingju ELSKU BJARKEY OG GUMMI OG MAMMA OG PABBI sem loksins eru
orðin AMMA og AFI
og Hófí ,Þórði og fjölskyldu óska ég líka til hamingju med litla barnabarnid og frænku, og svo
óska ég öllum hinum til hamingju lika ;)

HLAKKA MEST I HEIMI TIL AÐ SJÁ ÞIG LITLA FRÆNKA !!!
kossar og knús frá mér og Oddný

Kveðja Villi frændi

::: posted by Villi at 5:06 e.h.


|
föstudagur, september 10, 2004 :::
 


::: posted by Villi at 4:24 e.h.


|  

Hej alle sammen..

Í dag er föstudagurinn 10 september og margt dregið að daga mína undanfarna viku ;) Stokkhólmstúrinn gekk mjög vel og rosa fínt að koma loksins þangað. Vikan var fín og lærdómsrík.. margt nýtt sem maður þarf að læra og mikið af nýjum verkefnum sem maður þarf að vinna.

Í gær kom Líney frá Kristiansandi í heimsókn til okkar þar sem hún var í skólaferðalagi frá skólanum sínum í köben og ætlar að kíkja á lífið hérna í Osló með okkur.. :)

á morgun er svo "dómsdagurinn,, 11 september og ég dreg bara andan djúpt og vona að sá dagur verði áfallalaus.. 7-9-13

En fyrst ég fór að tala um þetta þá verð ég að lýsa hrifningu minni á myndinni fahrenheit 9/11 þar sem Moore lýsir vantrausti á Bush og þá stjórn og gjörsemlega flettir ofan af þeim á snilldar hátt.. hmm... Ameríkanar!!! ætli þið virkilega að vera svona miklir h.......r að kjósa hann aftur. hahahah

heyrumst síðar
::: posted by Villi at 11:09 f.h.


|
fimmtudagur, september 02, 2004 :::
 
þetta commentkerfi er eithvað að klikka þessa dagana... ég vona að það komist í lag..::: posted by Villi at 12:20 e.h.


|
miðvikudagur, september 01, 2004 :::
 

Halló ´skralló.. Jæja þá er maður kominn aftur út til Noregs og vika næstum liðin af skólanum. Það hefur gengið á ýmsu síðan ég kom út og fyrst ber að telja þá ánægju og yndisauka að hafa fengið pöddur í íbúðina nánar tiltekið Kakkalakka.. alveg yndislegt að hafa vaknað upp við að þeir séu á eldhúsborðinu eða í skápunum.. en nú er sem betur fer er meindýraeyðir búinn að eyða þessum kvikindum sem best eiga bara heima í einhverjum dýralífsþáttum eða í "útlöndum,, hahahah. En það var nú meira andsk... brasið við að taka til í íbúðinni fyrir hreinsuninna. Við fengum aðra íbúð í millitíðinni til að færa dót yfir og til að geta borðað og farið í sturtu án þess að pöddurnar væru með okkur.. hahahh ( nú ýminda margir sig hið versta.. ;) ) en við lifðum þetta af með stæl og núna drepast þær hratt og örugglega.. múhahahaha

Skólinn er byrjaður á fullu . Stundartaflan er mjög góð og það lítur út fyrir mjög góðan vetur.. fullt af masterclössum og t.d. er einn Rúsneskur Gestakennari að koma eftir 3 vikur og ætla ég að spila fyrir hann og fá tíma. á morgun er ég að fara að spila 4 sinfóníu Bruckners í hóptíma.. og ég hlakka til því það er geggjað stykki og ég hef aldrei spilað sinfóníu eftir hann..

Annað skemmtilegt.. er að ég er byrjaður að stjórna skólahljómsveitinni minni og við erum á leið til Stokkhólms um helgina í smá tónleikaferðalag. gaman að því þar sem ég hef ALDREI komið til Stokkhólms.

jæja læt þetta nægja í bili.. heyrumst
::: posted by Villi at 10:03 e.h.


|
þriðjudagur, ágúst 24, 2004 :::
 
Eftir langt og gott sumarfri tha hefjast bloggskrif aftur enda margt sem hefur gerst og markvert ad segja fra.

I agust hef eg spilad med kammerhljomsveitinni Isafold og vid buinn ad fara hringinn i kringum landid asamt thvi ad spila a Tonlistarhatidinni Berjadogum a Olafsfirdi... Tonleikaferdalagid hefur gengid afar vel og okkur tekid mjog vel og frabaert ad spila saman og halda hopinn! ISAFOLD RULAR!!!

thetta er buid ad vera alveg Frabaert SUMAR!! og margt sem stendur upp ur. Mer fannst alveg frabaert ad kynnast tengdaforeldrunum svona vel i sumar og yndislegar samverustundir med fjolskyldu minni og Oddnyjar! svo var natturlega bara geggjad ad vera a Olafsfirdi og kynnast Kleifalidinu!

a fimmtudaginn er for minni svo heitid ut til Noregs thannig nu eru sidustu dagarnir nyttir vel.!

svo minni eg a tonleika Isafoldar i Listasafni Reykjavikur kl 20 i kvold!


::: posted by Villi at 3:49 e.h.


|

Bloggarar!
 • Anna Frænka
 • Bjarkey Systir
 • Dröbbster
 • Danni Bjarna
 • Einar Máni
 • Elfa
 • Ella Magga
 • Freysi Kani
 • Helga litla
 • Jón Ingvar
 • Kata Litla
 • Kristjan Kontri
 • Líney
 • Tinna Tékki
 • Tóta Odds
 • Víkingur
 • Heimasíður!
 • Skolinn minn
 • Isafold Kammersveit
 • Sinfo
 • Kvikmynd.is
 • fréttir og fleira
 • Mogginn klikkar aldrei!
 • Leit.is
 • norska leitarvélin
 • sms skilaboð
 • Skemmtilegt
 • Lára Ruth Clausen
  _______________
  _______________

  það er gaman að þessu...